Það eru fáir sem geta státað af því að hafa slegið í gegn hjá nánast öllum aldurshópum, en það á sannarlega við um VÆB-bræðurna. Eins og flestir vita stóðu þeir uppi sem sigurvegarar í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag með lagið RÓA og munu því …
VÆB Þeir Matthías og Hálfdán sigruðu í Söngvakeppninni og hlakka til að stíga á svið í Basel í Sviss í maí.
VÆB Þeir Matthías og Hálfdán sigruðu í Söngvakeppninni og hlakka til að stíga á svið í Basel í Sviss í maí. — Ljósmynd/Mummi Lú

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Það eru fáir sem geta státað af því að hafa slegið í gegn hjá nánast öllum aldurshópum, en það á sannarlega við um VÆB-bræðurna. Eins og flestir vita stóðu þeir uppi sem sigurvegarar í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag með lagið RÓA og munu því keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision í Basel í Sviss í maí.

Sigurinn er þó enn að síast inn hjá þeim, enda hafa síðustu dagar verið viðburðaríkir. Þeir segjast upplifa mikinn meðbyr og hafa fundið fyrir frábærum viðtökum landsmanna. Bræðurnir eru þekktir fyrir skemmtilega sviðsframkomu og sterkt samband, sem sást glöggt eftir úrslitin í Söngvakeppninni á RÚV þegar þeir föðmuðust og horfðust í augu í beinni útsendingu – sannkölluð bræðraást.

Leggja undir sig

...