Undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í handbolta verða leikin á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Annars vegar mætast Valur og Fram og hins vegar Grótta og Haukar. Valur er ríkjandi bikarmeistari eftir sigur á Stjörnunni í úrslitum í fyrra og er með…
Harka Grótta og Haukar mætast í seinni undanúrslitaleiknum á Ásvöllum.
Harka Grótta og Haukar mætast í seinni undanúrslitaleiknum á Ásvöllum. — Morgunblaðið/Eggert

Undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í handbolta verða leikin á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Annars vegar mætast Valur og Fram og hins vegar Grótta og Haukar. Valur er ríkjandi bikarmeistari eftir sigur á Stjörnunni í úrslitum í fyrra og er með fjögurra stiga forskot á Fram á toppi úrvalsdeildarinnar.

„Það er alltaf skrítið að spila á móti Fram. Þar er ég með vinkonur í öllum stöðum. Það er alltaf smá erfitt að skipta um lið en í dag er ég Valsari og vil gera vel með Val.

Ég ætla alls ekki að slaka á gegn Fram,“ sagði Hafís Renötudóttir markvörður Vals við Morgunblaðið en hún skipti frá Fram til Vals fyrir síðustu leiktíð.

Haukar eru sigurstranglegri gegn Gróttu því liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 26 sig. Grótta er í botnsætinu með

...