Eiríkur Hauksson er sannkallaður rokkkóngur Íslands og því kemur þátttaka hans í 10 ára afmælistónleikum Rokkkórs Íslands í Hörpu 25. apríl nk. ekki á óvart, en hann hefur búið í Noregi síðan 1988 og verið virkur í rokksenunni ytra með prog-rokkbandi sínu Magic Pie
Á æfingu Frá vinstri: Sigurgeir Sigmundsson hljómsveitarstjóri, Matthías V. Matthíasson kórstjórnandi, Matthildur Gunnarsdóttir kórfélagi og Eiríkur Hauksson rokkkóngur eldhress á æfingu fyrir afmælistónleikana.
Á æfingu Frá vinstri: Sigurgeir Sigmundsson hljómsveitarstjóri, Matthías V. Matthíasson kórstjórnandi, Matthildur Gunnarsdóttir kórfélagi og Eiríkur Hauksson rokkkóngur eldhress á æfingu fyrir afmælistónleikana.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Eiríkur Hauksson er sannkallaður rokkkóngur Íslands og því kemur þátttaka hans í 10 ára afmælistónleikum Rokkkórs Íslands í Hörpu 25. apríl nk. ekki á óvart, en hann hefur búið í Noregi síðan 1988 og verið virkur í rokksenunni ytra með prog-rokkbandi sínu Magic Pie. Undanfarin ár hefur hann jafnframt verið í fullu starfi sem kennari í lítilli stofnun og leiðbeint krökkum sem skólar og leiðbeinendur hafa ekki ráðið við.

Þegar minnst er á Eirík koma lög eins og „Gull“ og „Gaggó Vest“, sem trónuðu efst á vinsældarlistum um miðjan níunda áratuginn, óneitanlega upp í hugann, enda komu þau honum á hraðferð á rokkbrautinni, en síðan eru liðin ár og öld og verk hans hverju sinni hafa fengið verðskuldaða athygli. Í því sambandi má nefna að fyrir um sex

...