Kristján Júlíusson
Kristján Júlíusson

Kristján Júlí­us­son, sem lést í bíl­slysi á Þing­valla­vegi í síðustu viku, læt­ur eft­ir sig eig­in­konu og þrjá unga drengi. Söfn­un er haf­in fyr­ir ekkju hans og syni. Lög­regl­an á Suður­landi greindi frá nafni Kristjáns í gærmorg­un, en slysið varð á fimmtu­dag í síðustu viku.

Lögreglan ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa vinnur að rannsókn slyssins en Kristján lést eftir að steypubifreiðin sem hann ók valt á veginum við Vaðlækjarveg. Var þetta fyrsta banaslysið á árinu.

Kristján fæddist 16. fe­brú­ar 1982. Hann var fædd­ur og upp­al­inn á Húsa­vík en bú­sett­ur á Sel­fossi. Kristján var kvænt­ur Selmu Hrönn Vil­hjálms­dótt­ur og sam­an eiga þau þrjá syni.

Þeim sem vilja létta und­ir með fjöl­skyld­unni á þess­um erfiðu tím­um er bent á reikn­ing:

Reikn­ing­ur: 0325-26-012499, kennitala: 130987-2499. Reikningurinn er á nafni Selmu.