Það er leitt að segja það en það þurfti fráfall meistara Davids Lynch til þess að ýta loks við ljósvaka að horfa á hina sígildu þáttaröð Tvídranga. Hún birtist fyrst á sjónvarpsskjáum landsmanna í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar, um það leyti…
Meistari David Lynch kvaddi í síðasta mánuði.
Meistari David Lynch kvaddi í síðasta mánuði. — AFP/Valery Hache

Gunnar Egill Daníelsson

Það er leitt að segja það en það þurfti fráfall meistara Davids Lynch til þess að ýta loks við ljósvaka að horfa á hina sígildu þáttaröð Tvídranga. Hún birtist fyrst á sjónvarpsskjáum landsmanna í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar, um það leyti sem fyrstu minningar ljósvaka fóru að gera vart við sig.

„Hvar hefurðu verið allt mitt líf? Handa mér? Þáttaröð sem var gerð akkúrat fyrir mig?“ Þetta eru spurningar sem hafa kviknað í kollinum við áhorf á þetta meistaraverk. Ljósvaki er hugfanginn, ástfanginn jafnvel.

Hryllingur, sorg, ráðgátur, grín, furðulegheit, melódrama, yfirgengilega fallegt fólk, smábæjarómantík og fagurt umhverfi með tilheyrandi glæsilegri kvikmyndatöku er hluti af því sem

...