Stétt­ar­fé­lagið Efl­ing hef­ur sagt upp kjara­samn­ing­um vegna fé­lags­manna sem vinna á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Upp­sögn­in snert­ir 2.300 Efl­ing­ar­fé­laga og losna samn­ing­ar þeirra 1. maí. Greint var frá því í gær að samn­ing­anefnd…
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Stétt­ar­fé­lagið Efl­ing hef­ur sagt upp kjara­samn­ing­um vegna fé­lags­manna sem vinna á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Upp­sögn­in snert­ir 2.300 Efl­ing­ar­fé­laga og losna samn­ing­ar þeirra 1. maí.

Greint var frá því í gær að samn­ing­anefnd Efl­ing­ar­fé­lag­anna hefði til­kynnt Sam­tök­um fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu (SFV) um upp­sögn kjara­samn­ings. Upp­sögn­in er gerð með vís­un í for­sendu­ákvæði í kjara­samn­ingi Efl­ing­ar og SFV.

Í um­ræddu for­sendu­ákvæði var gert ráð fyr­ir því að fram kæmi tíma­sett áætl­un um hvernig ná skyldi gild­andi viðmiðum um lág­marks­mönnun á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Starfs­hópi skipuðum af heil­brigðisráðherra, sem í sátu full­trú­ar Efl­ing­ar, SFV, Sjúkra­trygg­inga Íslands, heil­brigðisráðuneyt­is­ins og fleiri, tókst ekki að vinna slíka tíma­setta áætl­un held­ur skilaði hann aðeins af sér

...