
Egill Aaron Ægisson
egillaaron@mbl.is
Stéttarfélagið Efling hefur sagt upp kjarasamningum vegna félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum. Uppsögnin snertir 2.300 Eflingarfélaga og losna samningar þeirra 1. maí.
Greint var frá því í gær að samninganefnd Eflingarfélaganna hefði tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Uppsögnin er gerð með vísun í forsenduákvæði í kjarasamningi Eflingar og SFV.
Í umræddu forsenduákvæði var gert ráð fyrir því að fram kæmi tímasett áætlun um hvernig ná skyldi gildandi viðmiðum um lágmarksmönnun á hjúkrunarheimilum. Starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra, sem í sátu fulltrúar Eflingar, SFV, Sjúkratrygginga Íslands, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri, tókst ekki að vinna slíka tímasetta áætlun heldur skilaði hann aðeins af sér
...