Ákall stofnanda PKK um að leysa samtökin upp og leggja niður vopn vekur vonir

Írúm fjörutíu ár hafa átök staðið milli Kúrda og stjórnvalda í Tyrklandi. Talið er að þessi átök hafi kostað 40 þúsund manns lífið. Í gær gaf Abdullah Öcalan, stofnandi samtakanna PKK, sem hafa leitt hina vopnuðu baráttu, út ákall um að samtökin legðu niður vopn og yrðu leyst upp.

Öcalan stofnaði Verkamannaflokk Kúrdistans, PKK, á fyrri hluta níunda áratugar liðinnar aldar með það að markmiði að stofna sameinað ríki Kúrda, sem eru dreifðir um Tyrkland, Sýrland, Írak og Íran. PKK er á lista Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök. Öcalan hefur setið í fangelsi í Tyrklandi síðan 1999 og hefur stóran hluta þess tíma verið í algerri einangrun.

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands hefur gengið mjög hart fram gegn PKK í Tyrklandi og einnig í Sýrlandi og Írak.

Í október

...