Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrv. sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. febrúar, 78 ára að aldri.

Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum.

Ungur að árum starfaði hann mikið að æskulýðsmálum og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju en þar var m.a. haldin fyrsta svonefnda „poppmessan“, sem átti eftir að hafa heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Í beinu framhaldi af starfi sínu í Langholtskirkju fór Vigfús Þór sem skiptinemi til Bandríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar öflugu starfi kirkjunnar vestra.

Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi ári síðar. Fimm árum síðar lauk Vigfús Þór embættisprófi í guðfræði

...