Hulda Ásdís Sigurðardóttir fæddist á Melbæ á Eskifirði 22. ágúst 1931. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða Akranesi 13. febrúar 2025.

Foreldrar hennar voru Gróa Halldóra Þorleifsdóttir, f. 9. október 1910 á Hornafirði, d. 27. júlí 1952, og Guðni Sigurður Gestsson, f. 17. mars 1902 á Eskifirði, d. 10. janúar 1976.

Systur Huldu eru Ásta Aðalheiður, f. 17. janúar 1930 á Eskifirði, d. 13. apríl 2013, og Auður Brynja, f. 28. september 1943 á Eskifirði.

Eiginmaður Huldu var Ólafur Torfason vélstjóri, f. 7. september 1924 á Siglufirði, d. 30. maí 1974. Dóttir þeirra er Ásdís Dóra, f. 23. apríl 1952 á Akureyri. Eiginmaður hennar er Teitur Þórðarson knattspyrnumaður, f. 14. janúar 1952 á Akranesi. Börn þeirra eru Ester Huld, f. 15. apríl 1972 á Akranesi, og Ólafur Torfi, f. 2. ágúst 1975

...