Í arðsemismati er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að strandflutningar séu arðsamari en landflutningar þegar horft er til lengri tíma.
Albert Þór Jónsson
Albert Þór Jónsson

Albert Þór Jónsson

Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins í febrúar 2025 er uppsöfnuð viðhaldsskuld á þjóðvegum og sveitarfélagavegum á bilinu 270 til 290 milljarðar króna.

Mörg hagræn sjónarmið mæla með því að þungaflutningar séu skattlagðir með sérstökum hætti vegna mikils slits sem þeir valda á vegakerfi Íslands. Talið er að kostnaður vegna tjóns á þjóðvegum landsins nemi um 1.500-2.000 milljónum króna á hverju ári vegna þungaflutninga fyrir utan þá miklu hættu sem þungabifreiðar valda í umferðinni á þjóðvegum landsins.

Í arðsemismati á strandflutningum og landflutningum er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að strandflutningar séu arðsamari en landflutningar þegar horft er til lengri tíma. Hagkvæmnin felst í lægri flutningsgjöldum fyrir þjóðfélagið í formi lægri samfélagskostnaðar. Það er óumdeilt

...