
Albert Þór Jónsson
Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins í febrúar 2025 er uppsöfnuð viðhaldsskuld á þjóðvegum og sveitarfélagavegum á bilinu 270 til 290 milljarðar króna.
Mörg hagræn sjónarmið mæla með því að þungaflutningar séu skattlagðir með sérstökum hætti vegna mikils slits sem þeir valda á vegakerfi Íslands. Talið er að kostnaður vegna tjóns á þjóðvegum landsins nemi um 1.500-2.000 milljónum króna á hverju ári vegna þungaflutninga fyrir utan þá miklu hættu sem þungabifreiðar valda í umferðinni á þjóðvegum landsins.
Í arðsemismati á strandflutningum og landflutningum er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að strandflutningar séu arðsamari en landflutningar þegar horft er til lengri tíma. Hagkvæmnin felst í lægri flutningsgjöldum fyrir þjóðfélagið í formi lægri samfélagskostnaðar. Það er óumdeilt
...