
Jóhann Páll Jóhannsson settur heilbrigðisráðherra hefur skipað Maríu Heimisdóttur í embætti landlæknis til næstu fimm ára. María var metin hæfust umsækjenda og tekur við af Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni sem hefur verið settur landlæknir frá því að Alma Möller, sem nú er heilbrigðisráðherra, bauð sig fram til Alþingis.
María lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, MBA-námi frá University of Connecticut 1997 og doktorsprófi í lýðheilsu frá University of Massachusetts árið 2002. María starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 1999-2003 og á Landspítala árin 2003-2018, meðal annars sem yfirlæknir hagdeildar og framkvæmdastjóri fjármála, auk þess sem hún leiddi þróun rafrænnar sjúkraskrár um árabil.
María var forstjóri Sjúkratrygginga Íslands frá 2018-2022 og árin 2023-2024 starfaði hún sem ráðgjafi stýrihóps Nýs Landspítala
...