Rykfall nefnist nýútkomin plata Myrkva sem er listamannsnafn tónlistarmannsins Magnúsar Thorlacius. Magnús segist upphaflega verið að gæla við að nota sitt eigið nafn sem listamannsnafn en ekki þótt það nógu sérstakt
Myrkvi Magnús Thorlacius gefur út undir því nafni.
Myrkvi Magnús Thorlacius gefur út undir því nafni.

Viðtal

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Rykfall nefnist nýútkomin plata Myrkva sem er listamannsnafn tónlistarmannsins Magnúsar Thorlacius. Magnús segist upphaflega verið að gæla við að nota sitt eigið nafn sem listamannsnafn en ekki þótt það nógu sérstakt. „Ég á líka frænda sem heitir Magnús Thorlacius og hefur líka verið eitthvað í tónlist,“ segir Magnús og að honum hafi þótt „myrkvi“ bæði fallegt og íslenskt.

Í tölvupósti frá Magnúsi segir að platan sé afrakstur margra ára vinnu og hann er spurður að því hversu mörg ár það hafi verið. „Ég byrja að safna í þessa plötu í kringum og fljótlega eftir þá fyrstu. Ætli það hafi ekki byrjað upp úr 2020 en síðan er ég að vinna að því að semja þetta og klára. Það kom alveg

...