— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

„Hér brosa allir út að eyrum,“ segir Rúni Højgaard, einn eigenda ferðaskrifstofunnar tur.fo sem kom með 116 Færeyinga í gær til Akureyrar til að njóta þess að fara á skíði. Veðurguðirnir tóku vel á móti frændum okkar í gær fyrir norðan og var bjart yfir og sól og frábært skíðaveður. Hér eru skíðakappar á Töfrateppinu á leið upp í Hlíðarfjall, en Rúni segir að skíðafæri sé ekki gott í Færeyjum. » 4