
Jóhanna Gréta Benediktsdóttir fæddist á Fossi í Mýrdal, V-Skaft. 17. apríl 1941. Hún lést á Landspítalanum 7. febrúar 2025.
Foreldrar hennar voru Róshildur Sveinsdóttir jógakennari, f. 21. febrúar 1911 að Ásum í Skaftártungu, d. 16. maí 2003, og Benedikt Guðjónsson kennari, f. 3. mars 1909 að Auðsholti í Biskupstungum, d. 2. apríl 1982.
Systkin hennar eru Sveinbjörn Benediktsson, f. 1. janúar 1933, d. 2. febrúar 1997, Brynja Kristjana Benediktsdóttir, f. 20. febrúar 1938, d. 21. júní 2008, Ingunn Ósk Benediktsdóttir, f. 15. janúar 1944, og Ragnheiður Jónsdóttir, f. 21. júlí 1933.
Jóhanna giftist Erni H. Bjarnasyni 7. mars 1964. Þau skildu. Dóttir þeirra er Ásta Júlía Arnardóttir, f. 15. september 1961, gift Grétari Skúlasyni, f. 28. desember 1960. Þau eiga börnin Jóhönnu Margréti Grétarsdóttur,
...