
Lilja Guðrún Eiríksdóttir fæddist 29. ágúst 1926 á Dröngum í Árneshreppi á Ströndum. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. febrúar 2025 eftir skyndileg veikindi.
Foreldrar hennar voru Karítas Ragnheiður Pétursdóttir Söebeck, f. 11. september 1892, d. 1. janúar 1989, og Eiríkur Guðmundsson, f. 7. janúar 1895, d. 25. júní 1976.
Lilja Guðrún var fimmta barn þeirra hjóna, systkini hennar voru Guðmundur, f. 1918, Aðalsteinn, f. 1919, Ágústa, f. 1921, Anna, f. 1924, Elín, f. 1927, Pétur, f. 1931, og Álfheiður, f. 1935, sem lifir systkini sín.
Hinn 19. maí 1956 giftist Lilja Friðberti Elí Gíslasyni hvalveiðiskipstjóra, f. 21. júní 1927, d. 2. október 1980, frá Suðureyri í Súgandafirði. Foreldrar hans voru Þorbjörg Guðrún Friðbertsdóttir, f. 14. ágúst 1905, d. 6. maí 1987, og Gísli Guðmundsson, f.
...