„Þetta er mjög fjörug og skemmtileg sýning,“ segir Svanhildur Margrét Arnalds, sem er í stjórn Herranætur Menntaskólans í Reykjavík, auk þess að dansa í sýningunni Ástin er diskó, lífið er pönk sem verður frumsýnd í Gamla bíói í kvöld
Generalprufa Það var líf og fjör í Gamla bíói í gærkvöldi þegar leikarar í Herranætursýningu MR tóku lokarennsli.
Generalprufa Það var líf og fjör í Gamla bíói í gærkvöldi þegar leikarar í Herranætursýningu MR tóku lokarennsli. — Morgunblaðið/Karítas

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Þetta er mjög fjörug og skemmtileg sýning,“ segir Svanhildur Margrét Arnalds, sem er í stjórn Herranætur Menntaskólans í Reykjavík, auk þess að dansa í sýningunni Ástin er diskó, lífið er pönk sem verður frumsýnd í Gamla bíói í kvöld. Leikritið er eftir rithöfundinn Hallgrím Helgason en leikstjóri er Katrín Guðbjartsdóttir.

Það var mikið fjör í Gamla bíói í gærkvöldi enda verið að undirbúa generalprufuna og afrakstur af mikilli vinnu nemendahópsins loks að komast á lokastig.

Metnaðarfull sýning

„Sögusviðið er Reykjavík á níunda áratugnum og sagan snýst um samskipti þeirra Rúnars og Júlíu, en þau eru hvort í sínum vinahópnum í bænum, hann í pönkhópnum og hún

...