
Ég hef oft spurt sjálfan mig að því, hvað það væri sem fengi bæði mig og aðra til að fást við stjórnmál. Ef áhuginn sprettur ekki af innri þörf fyrir að koma hugsjónum sínum á framfæri er viðbúið að viðkomandi geri minna gagn. Þú verður að hafa ástríðu til að berjast fyrir framgangi hugsjóna.
Enginn nær árangri í stjórnmálum án þess að ná trausti og trúnaði fólks.
Mörg dæmin í pólitík sanna að með góðri ræðu, grein eða færslu er hægt að vekja hrifningu eða stemningu um stundarsakir – ná jafnvel völdum eða vegtyllum.
En hvernig verður trausti náð og haldið til lengri tíma? Það er bara ein leið að því marki og hún er að vinna til traustsins með verkum sínum. Fólki verður ekki skipað að treysta einhverjum. Stjórnmálamaðurinn og -flokkurinn þurfa að vinna sér inn
...