Guðmundur Júlíus Júlíusson fæddist 26. október 1959. Hann lést 2. febrúar 2025.

Útförin fór fram 12. febrúar 2025.

Ég man það alltaf þegar ég hitti þig fyrst. Það var þegar þú komst í verslunina þar sem ég var að vinna í þeim erindagjörðum að kaupa þér nýja tölvu. Þú varst ákveðinn og hress enda varst þú alla tíð mikill karakter sem tekið var eftir. Ekki má heldur gleyma bílnum sem þú komst akandi á en hann var að sjálfsögðu stór og á enn stærri dekkjum.

Síðan eru liðin 30 ár. Þú komst reglulega til okkar eftir þetta og þær voru nokkrar ferðirnar sem ég fór heim til þín til að aðstoða þig með tölvurnar á heimilinu. Fljótlega þróuðust hlutirnir upp í vináttu og það hefur varla liðið sá dagur sem ég hef ekki talað við þig síðustu 20 árin. Það má því með sanni segja að þú hafir verið einn minn allra

...