Ella Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 1. janúar 1951. Hún lést á heimili sínu 17. febrúar 2025.

Foreldrar Ellu voru hjónin Gyða Ólafsdóttir, f. 24. desember 1926, d. 3. febrúar 2013, og Stefán Lúther Stefánsson, f. 18. janúar 1923, d. 3. desember 1984.

Bróðir Ellu er Stefán Gunnar, f. 8. febrúar 1946, kvæntur Hafdísi Hannesdóttur, f. 19. október 1953, börn þeirra eru þrjú: 1) Gunnar Haukur, f. 16. október 1972, kvæntur Arnþrúði Jónsdóttur, f. 2. október 1973, eiga þau tvær dætur, Þórunni Snjólaugu, f. 19. júlí 1998, og Gyðu, f. 13. júlí 2007. 2) Berta Ósk, f. 4. apríl 1975, gift Markúsi Þ. Þórhallssyni, f. 17. nóvember 1964. Dóttir Bertu og Þorbjörns Inga Ólasonar er Rut, f. 14. nóvember 1999. 3) Stefán Örn, f. 3. ágúst 1980, í sambúð með Sigríði Diddu Aradóttur, f. 24. janúar 1979. Dóttir Stefáns Arnar og Línu Bjargar Tryggvadóttur er

...