
60 ára Friðþjófur er Skagamaður en býr í Þingholtunum í Reykjavík. Eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi flutti hann til Reykjavíkur og lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur síðan unnið að rannsóknum á lífríki ferskvatns, með áherslu á laxfiska, fyrst á Veiðimálastofnun en við sameiningu Veiðimálastofnunar og Hafrannsóknastofnunarinnar hjá Hafrannsóknastofnun.
„Starfið felur í sér talsverða útivinnu og stór hluti af starfsánægjunni er að fá að að vera úti við sýnatöku á sumrin og inni í grúskinu á veturna. Staðan á laxinum er almennt séð ágæt á Íslandi samanborið við víða annars staðar en við erum samt með ákveðnar áhyggjur af framtíðarhorfum.“
Flest áhugamál Friðþjófs tengjast líka útiveru, en hann stundar sjókajak, skíði og golf.
Friðþjófur var hljómborðsleikari í Skagahljómsveitinni Tic Tac. „Ég hef síðan þá ekkert sinnt tónlistinni að ráði en er með hljómborð heima og hef mikinn áhuga á músík. Maður
...