Greina má afdráttarlausari stefnu í drögum að landsfundarályktunum en oft áður, en þar er þó ekki um neinar kúvendingar að ræða. Segja má að þar sé eindregið horft til sjálfstæðisstefnunnar, einstaklingsfrelsis og lausna hins frjáls markaðar

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Greina má afdráttarlausari stefnu í drögum að landsfundarályktunum en oft áður, en þar er þó ekki um neinar kúvendingar að ræða. Segja má að þar sé eindregið horft til sjálfstæðisstefnunnar, einstaklingsfrelsis og lausna hins frjáls markaðar. Sem hugsanlega er til marks um að leitað sé aftur í gildi flokksins, sem kominn er í stjórnarandstöðu og óbundinn af málamiðlunum við samstarfsflokka.

Að neðan er grein gerð fyrir hinu helsta í drögunum, en minnt skal á að þau kunna að taka breytingum í meðförum landsfundar.

Allsherjar- og menntamál

Jafna á aðgang að fjölbreyttri menntun, snúa á við blaðinu í hrakandi lestrarkunnáttu og fallandi gengi Pisa-mælinga með nýrri aðalnámskrá og samræmdu námsmati, og stytta grunnskólanám

...