
Liðstyrkur Kristoffer Grauberg Lepik er hávaxinn framherji.
— Ljósmynd/Vestri
Vestri hefur samið við eistneska knattspyrnumanninn Kristoffer Grauberg Lepik um að leika með liðinu á komandi tímabili. Hann kemur frá sænska B-deildarliðinu Oddevold. Grauberg Lepik er fæddur og uppalinn í Svíþjóð en hefur spilað fyrir öll yngri landslið Eistlands. Sóknarmaðurinn er 24 ára gamall og 197 sentimetrar á hæð og hefur einnig verið á mála hjá Hammarby, Brommapojkarna, Karlstadt, Akropolis og Nyköping í Svíþjóð.