
Einar Steinþórsson Bjarneyingur fæddist 14. október 1925 í Flatey á Breiðafirði. Hann lést á HVE í Stykkishólmi 1. febrúar 2025, eftir stutt veikindi.
Foreldrar hans voru Jóhanna Stefánsdóttir frá Galtará í Kollafirði, f. 24.7. 1897, d. 1987, og Steinþór Einarsson frá Bjarneyjum, f. 27.9. 1895, d. 1968. Systkini Einars voru: Fjóla, f. 1920, d. 1996, Jóhann Hergils, f. 1923, d. 1993, Ragnar Fjeldsted, f. 1924, d. 1945, María Stefanía, f. 1928, d. 2011, og yngstur þeirra var Ólafur Ásgeir, f. 1938, d. 2024.
Eftirlifandi eiginkona Einars er Gréta Bentsdóttir, f. 10. nóvember 1932. Þau giftu sig í Flateyjarkirkju 29. maí 1955 og bjuggu í Stykkishólmi alla tíð.
Börn Einars og Grétu eru: 1) Bent Snæfeld, f. 22.2. 1952, eiginkona hans er Ólöf A. Skúladóttir. Börn þeirra eru: Gréta, Arnar og Klara.
...