
Kolbeinn Pétursson fæddist á Akureyri 28. febrúar 1935, á 3. hæð í Akureyrarapóteki.
Æskuleikvöllur Kolbeins var miðbærinn og höfnin á Akureyri. „Það var ævintýraheimur, sem ekki stendur ungviði nútímans til boða. Breski herinn hernam Ísland þann 10. maí árið 1940, á afmælisdegi móður minnar. Frá þessu sumri er greypt í huga mér mynd af því er ég var staddur niðri á Strandgötu, miðja leið niðri á tanga, þegar þýsk sprengjuflugvél, Junkers 88, kom fljúgandi, rétt yfir húsþökunum, suður yfir Oddeyrina, það lágt að ég sá flugmanninn sem nær sat mjög vel. Þetta atvik varð til þess að foreldrar fylltust skelfingu um að nú mætti búast við átökum. Allir reyndu að koma börnum sínum í sveit, frá hugsanlegum hættum þéttbýlisins. Ég var sendur sex ára í sveit á bæinn Kaldbak, rétt sunnan við Húsavík, og varð vitni að því þegar strandferðaskipið Súðin kom brennandi fram hjá Flatey, á leið til
...