Donald Trump Bandaríkjaforseti sparar sjaldnast stóru orðin, en síðustu vikur hefur orðhákurinn verið á yfirsnúningi og sent mönnum tóninn hægri, vinstri, heima og heiman. Í Evrópu hefur valdamönnum svelgst á mörgu af því, enda valdajafnvægi í…
— AFP/Jim Watson

Baksvið

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Donald Trump Bandaríkjaforseti sparar sjaldnast stóru orðin, en síðustu vikur hefur orðhákurinn verið á yfirsnúningi og sent mönnum tóninn hægri, vinstri, heima og heiman. Í Evrópu hefur valdamönnum svelgst á mörgu af því, enda valdajafnvægi í álfunni í uppnámi, staða Úkraínu í óvissu og framtíð Atlantshafsbandalagsins í deiglu.

Það er því nánast kómískt að fátt virðist hafa komið þeim meira úr jafnvægi en orð Trumps um að Evrópusambandið (ESB) hafi verið stofnað til þess að klekkja á Bandaríkjunum. Og að því hafi orðið mikið ágengt og við því yrði nú brugðist með 25% refsitollum.

Auðvitað er það ekki rétt hjá Trump, að það hafi verið tilgangurinn að baki Evrópusambandinu.

...