Allt bendir til að Pjongjang hafi nú þegar sent frekara herlið til Rússlands sem hernaðaraðstoð við stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna minnst tvö stór landgönguskip sjóhers Rússlands flytja herlið frá Norður-Kóreu til hafnar í austurhluta Rússlands
Einræði Leiðtogi Norður-Kóreu sést hér ganga fremstur í flokki, en hann á í sterku sambandi við Rússlandsforseta og styður við árásarstríð hans.
Einræði Leiðtogi Norður-Kóreu sést hér ganga fremstur í flokki, en hann á í sterku sambandi við Rússlandsforseta og styður við árásarstríð hans. — AFP/KCNA

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Allt bendir til að Pjongjang hafi nú þegar sent frekara herlið til Rússlands sem hernaðaraðstoð við stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna minnst tvö stór landgönguskip sjóhers Rússlands flytja herlið frá Norður-Kóreu til hafnar í austurhluta Rússlands. Þaðan er herliðið sagt hafa verið flutt til átaka í Kúrsk-héraði Rússlands, en fámenn sveit Úkraínuhers hefur nú í rúmt hálft ár staðið mjög í heimamönnum og lagt undir sig rússneskt landsvæði.

Er það m.a. CNN sem greinir frá þessu og birtir umræddar gervihnattamyndir, en leyniþjónusta Suður-Kóreu hefur einnig staðfest þessi tíðindi við aðra erlenda fréttamiðla og vestrænar varnarmálahugveitur.

Landgönguskipin rússnesku eru af gerðunum Ropucha og Alligator. Eru

...