Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í liði febrúarmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni fyrir góða frammistöðu sína með AGF. Aðeins tvær umferðir voru leiknar í febrúar eftir að deildin hófst á ný eftir vetrarfrí og vann AGF báða leiki sína …

Danmörk Mikael skoraði tvö mörk í tveimur leikjum í febrúar.
— Ljósmynd/AGF
Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í liði febrúarmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni fyrir góða frammistöðu sína með AGF. Aðeins tvær umferðir voru leiknar í febrúar eftir að deildin hófst á ný eftir vetrarfrí og vann AGF báða leiki sína í þeim sannfærandi; 4:1 gegn Sönderjyske og 4:0 gegn AaB. Mikael skoraði eitt mark í báðum leikjunum og lagði auk þess upp mark í sigrinum á AaB. AGF er í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum frá toppnum.