Hjartað í atvinnulífinu slær inni á gólfi í litlum og meðalstórum fyrirtækjum um land allt. Hvort sem það er á verkstæðisgólfinu, á hárgreiðslustofunni, á lagernum eða við þjónustuborðið. Þar má finna duglegt og framsækið fólk sem skapar verðmæti

Davíð Helgason, Freyr Friðriksson, Guðbergur Reynisson, Guðmundur Viðarsson, Guðrún Helga Theodórsdóttir, Herbert Hauksson, Íris Brá Svavarsdóttir, Karen Jónsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Tinna Rut Sigurðardóttir, Ragnar Guðmundsson, Sævar Benediktsson, Valur Stefánsson og Þuríður Magnúsdóttir.

Hjartað í atvinnulífinu slær inni á gólfi í litlum og meðalstórum fyrirtækjum um land allt. Hvort sem það er á verkstæðisgólfinu, á hárgreiðslustofunni, á lagernum eða við þjónustuborðið. Þar má finna duglegt og framsækið fólk sem skapar verðmæti. Fólk sem vill fá sitt tækifæri til að gera betur og sjá afrakstur vinnu sinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn gat til langs tíma stólað á stuðning frá fólki eins og okkur, sem gefur allt sitt í að starfsemi fyrirtækja okkar gangi sem allra best. Því miður hefur sá stuðningur dvínað og traustið horfið

...