
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Ég held að þeir samningar sem þarna voru gerðir muni trufla alla kjarasamninga sem eftir eru enda var samið þarna með allt öðrum hætti en gert var á hinum almenna vinnumarkaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfgreinasambandsins, í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður hvort nýgerðir kjarasamningar ríkis og sveitarfélaga við kennara myndu hafa áhrif á þá samninga sem ógerðir eru.
Alls eru viðræður um 15 kjarasamninga í gangi hjá ríkissáttasemjara og þar af er Verkalýðsfélag Akraness aðili að tvennum; við Elkem og Norðurál. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu eru viðræður deiluaðila misjafnlega langt komnar. Þar á meðal er vinnudeila Landssambanda slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við ríkið, en bæði samninganefnd ríkisins, SNR,
...