Öskudagsbúningar í stíl VÆB-bræðra seldust upp á mettíma eftir að þeir fóru í sölu á væb.is. „Þeir ruku bara út um leið,“ segir Matthías Davíð, annar bræðranna, í samtali við K100 og bætir við að eftirspurnin sé gríðarleg
— Skjáskot/Væb.is

Öskudagsbúningar í stíl VÆB-bræðra seldust upp á mettíma eftir að þeir fóru í sölu á væb.is. „Þeir ruku bara út um leið,“ segir Matthías Davíð, annar bræðranna, í samtali við K100 og bætir við að eftirspurnin sé gríðarleg. Það má því búast við að sjá fjölmarga litla VÆB-bræður í verslunum næsta miðvikudag. „Það vilja allir vera VÆB!“ segir Matthías glettnislega og viðurkennir að þeir Hálfdán séu „sjúklega peppaðir“ fyrir öllu sem fram undan er en þeir segjast auk þess sultuslakir yfir „fáránlegum“ ásökunum um lagastuld.

Nánar um málið á K100.is.