Pétur Bjarnason hlustaði á íþróttafréttir með öðru eyranu og varð það efni í þetta vísukorn: Eykst mér afl og kraftur, allir draumar rætast er nú Fram og Aftur- elding fara að mætast. Anton Helgi Jónsson kastar fram öfugmælavísum: Hugarefni efnileg…
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Pétur Bjarnason hlustaði á íþróttafréttir með öðru eyranu og varð það efni í þetta vísukorn:
Eykst mér afl og kraftur,
allir draumar rætast
er nú Fram og Aftur-
elding fara að mætast.
Anton Helgi Jónsson kastar fram öfugmælavísum:
Hugarefni efnileg
efnagreinir þjóðin
helst má kalla heillaveg
hugvíkkandi ljóðin.
Efnafólkið efnahvörf
efna vill í næði
helst þá sinna heilsuþörf
hugvíkkandi
...