
Guðný Björg Bjarnadóttir fæddist 22. október 1972. Hún lést 12. febrúar 2025 á sjúkrahúsinu á Akureyri umkringd fjölskyldu og vinum.
Foreldrar Guðnýjar eru Erna Magnúsdóttir, f. 4. febrúar 1951, og Bjarni Höskuldsson, f. 18. mars 1954.
Eiginmaður Guðnýjar er Valgeir Davíðsson, f. 20. júlí 1969. Börn þeirra eru Erna Sigrún, f. 5. september 1994, og Huldar Trausti, f. 26. nóvember 1998.
Útför Guðnýjar fer fram í dag, 28. febrúar 2025, frá Akureyrarkirkju.
Guðný barðist eins og hetja fram á síðustu stundu því hún þráði það svo heitt að fá lengri tíma með ástvinum sínum. Söknuðurinn er mikill og sár því hún Guðný var einstök manneskja í alla staði, það geislaði af henni gleðin, hún var brosmild, jákvæð og hjartahlý. Guðný var hjálpsöm og lagði
...