Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins liggja 16 tillögur um breytingar á skipulagsreglum flokksins. Meðal hinna helstu má nefna að formaður verði kosinn beinni kosningu allra flokksmanna frekar en á landsfundi.
Þá má nefna tillögur um að embætti ritara flokksins verði lagt niður, að landsfundarfulltrúum verði fjölgað talsvert og að miðstjórn kjósi stjórnir málefnanefndir en ekki landsfundur.
Bæði Viktor Pétur Finnsson og Óttar Guðjónsson leggja til beina kosningu allra flokksmanna á formanni, sá fyrri að það verði gert fyrir landsfund, en sá síðari að hún fari fram meðan á landsfundi stendur.
Sandra Hlíf Ocares leggur fram ýmsar tillögur sem snúa að skipulagi og starfi flokksfélaga. Framkvæmdastjórn Varðar gerir tillögur um sjálfgefna skráningu flokksmanna í einstök félög og dagskrá miðstjórnarfunda. Friðjón R. Friðjónsson leggur til að
...