
Meiðsli Óttast var að meiðsli Viktors væru alvarlegri en raunin varð.
— Morgunblaðið/Eyþór
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, varð fyrir ökklameiðslum á æfingu með pólska liðinu Wisla Plock á sunnudag. Í fyrstu var talið að meiðslin væru alvarleg og að Viktor yrði lengi frá. Betur fór en á horfðist og eru meiðslin ekki eins alvarleg og óttast var, þó ekki sé vitað hve lengi hann verður frá. „Eftir sneiðmyndatöku í gær var útlitið betra. Ég gæti verið kominn fyrr á völlinn en ég bjóst við,“ sagði Viktor í samtali við vefmiðilinn handbolti.is.