Laugardalshöll Um 2.100 manns hafa rétt til að sækja fundinn um helgina.
Laugardalshöll Um 2.100 manns hafa rétt til að sækja fundinn um helgina. — Morgunblaðið/Ómar

45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Eiginleg fundarstörf hefjast með fundum málefnanefnda kl. 10.00 í bæði Laugardalshöll, þar sem skráning landsfundarfulltrúa fer fram, og í Valhöll.

Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður flokksins, flytur setningarræðu sína í Laugardalshöll kl. 16.30 og eru allir sjálfstæðis­menn velkomnir, en að öðru leyti er fundurinn aðeins opinn landsfundarfulltrúum.

Mest eftirvænting er að líkindum eftir formannskosningunni á sunnudag, en hún hefst kl. 11.30. Þar hafa þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir gefið kost á sér.

Á fundinum fara einnig fram hefðbundin landsfundarstörf, þar á meðal málefnavinna til stefnumótunar og breytingar á skipulagsreglum, sem lesa má um í blaðinu í dag. » 12