ÍA hafði betur gegn Hamri, 104:103, eftir framlengingu í mögnuðum toppslag í 19. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á Akranesi í gærkvöldi. ÍA hefur nú unnið 11 deildarleiki í röð. ÍA heldur toppsætinu og er nú með 32 stig, sex stigum meira en …
Drjúgur Kristófer Már Gíslason skoraði 29 stig fyrir ÍA í gærkvöldi.
Drjúgur Kristófer Már Gíslason skoraði 29 stig fyrir ÍA í gærkvöldi. — Ljósmynd/Jón Gautur

ÍA hafði betur gegn Hamri, 104:103, eftir framlengingu í mögnuðum toppslag í 19. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á Akranesi í gærkvöldi. ÍA hefur nú unnið 11 deildarleiki í röð. ÍA heldur toppsætinu og er nú með 32 stig, sex stigum meira en Sindri sem á fjóra leiki eftir og Hamar sem á þrjá leiki eftir. Sigurinn fer langt með að tryggja sæti ÍA í úrvalsdeild á næsta tímabili þar sem efsta sætið gefur beint sæti í deild þeirra bestu.