„Við teljum að það sé næsta stóra stökkið fyrir Keflavíkurflugvöll og íslenska ferðaþjónustu að fá á allra næstu árum beint flug frá Kína, Suður-Kóreu, Indlandi eða Japan,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, um tækifæri í Asíuflugi

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

„Við teljum að það sé næsta stóra stökkið fyrir Keflavíkurflugvöll og íslenska ferðaþjónustu að fá á allra næstu árum beint flug frá Kína, Suður-Kóreu, Indlandi eða Japan,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, um tækifæri í Asíuflugi.

„Við erum stöðugt að vinna að því að fá beint flug til Asíu. Forgangurinn okkar er að fá flug frá Kína en við höfum verið í mjög nánum viðræðum við kínversk flugfélög. Síðasta haust fórum við til Kína til að kynna Ísland sem áfangastað og erum að fara aftur í næsta mánuði. Þannig að þetta er stöðugt verkefni hjá okkur og í algjörum forgangi,“ segir Guðmundur Daði.

Ræða við átta flugfélög

Fulltrúar Isavia munu í mars

...