Launahækkanir kennara sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningi verða sveitarfélögum kostnaðarsamar og þeim þarf að mæta með hagræðingum og gjaldskrárhækkunum. Þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar
Bæjarstjórar Almar Guðmundsson og Ásdís Kristjánsdóttir í Dagmálum.
Bæjarstjórar Almar Guðmundsson og Ásdís Kristjánsdóttir í Dagmálum.

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Launahækkanir kennara sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningi verða sveitarfélögum kostnaðarsamar og þeim þarf að mæta með hagræðingum og gjaldskrárhækkunum. Þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Hún hefur áhyggjur af viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar sem samdi á síðasta ári um mun hóflegri hækkanir.

Starfsbróðir hennar í Garðabæ, Almar Guðmundsson, tekur í sama streng.

Hann segir virðismatið mikilvægt og að mikið verk sé fram undan en skynjar þó áhyggjur beggja vegna borðsins á vinnumarkaði, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum. Segir hann mikilvægt að launahækkanir kennara, sem séu umfram þær prósentur sem aðrir sömdu um, séu vel rökstuddar með hliðsjón af mati á störfum þeirra.

„Ég vona að það verði friður gagnvart því að þessa vegferð verði að fara í gagnvart kennurum,“

...