Strandveiðisjómenn á sunnanverðum Vestfjörðum hafa að undanförnu safnað styrkjum og loforðum um fjárstyrki fyrir Björgunarbátasjóð Vestur-Barðastrandarsýslu og eru nú komnir með styrki og loforð þar um upp á um 23 milljónir króna
Krókur Strandveiðisjómenn í Króki hafa safnað á þriðja tug milljóna.
Krókur Strandveiðisjómenn í Króki hafa safnað á þriðja tug milljóna.

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Strandveiðisjómenn á sunnanverðum Vestfjörðum hafa að undanförnu safnað styrkjum og loforðum um fjárstyrki fyrir Björgunarbátasjóð Vestur-Barðastrandarsýslu og eru nú komnir með styrki og loforð þar um upp á um 23 milljónir króna. Peningunum verður varið í að kaupa nýjan björgunarbát sem leysa mun af hólmi fley sem komið er til ára sinna.

„Við komum saman tólf strandveiðisjómenn fyrr í vikunni og ákváðum að styrkja Björgunarbátasjóð Vestur-Barðastrandarsýslu um 100 þúsund krónur á ári í fimm ár. Við í stjórn strandveiðifélagsins Króks ákváðum líka að styrkja sjóðinn um 300 þúsund á ári í fimm ár og söfnuðust þarna 7,5 milljónir í kaffistofunni,“ segir Einar Helgason formaður Króks í samtali við Morgunblaðið.

...