Skáldsagan Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl og skáldsagan Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt í Gunnarshúsi í gær

Gleðistund Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir voru að vonum ánægð í Gunnarshúsi í gær.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
TILNEFNINGAR
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Skáldsagan Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl og skáldsagan Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt í Gunnarshúsi í gær. Landsbundnar dómnefndir tilnefna í ár samtals 14 verk til verðlaunanna, en sameiginleg norræn dómnefnd velur vinningshafa ársins. Tilkynnt verður um vinningshafa 21. október og verðlaunin sjálf afhent í Stokkhólmi 28. október í tengslum við 77. þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur eða rúmar 5,8 milljónir íslenskra króna.
Frá Álandseyjum er tilnefnd ljóðabókin Marconirummet eftir Carinu Karlsson. Frá
...