Ríkisstjórnin hefur með áformum sínum um að hefja vinnu við að undirbúa aðild Íslands að Evrópusambandinu, nokkuð sem fyrri vinstristjórn hætti við fyrir meira en áratug, kallað eftir aukinni umræðu um Evrópusambandið og stöðu þess. Þar skiptir efnahagsleg staða miklu máli þó að fleira komi til.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði, hélt fróðlegt erindi á dögunum sem fjallað var um í ViðskiptaMogganum í vikunni. Þar kom margt fram um efnahag Evrópusambandsins og ríkjanna innan þess og ýmislegt sem eflaust kemur helstu talsmönnum aðildar að sambandinu á óvart, svo sem formönnum ríkisstjórnarflokkanna. Ef ekki má velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum þeir komust að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri fyrir Ísland að hefja að nýju aðlögunarviðræður að sambandinu.
Eitt af því sem mjög hefur verið haldið að almenningi í gegnum tíðina
...