Gleðisveitin Mandólín, tangódansararnir Bryndís og Hany og söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir verða með aukasýningu á Nýja sviði Borgarleikhússins á Mandólín og tangódívur annað kvöld, laugardagskvöldið 1. mars, klukkan 20. Segir í tilkynningu að þar leiði þau áhorfendur í gegnum dásamlega kvöldstund í faðmi heims- og tangótónlistar, þar sem fallegur söngur, ástríðufullur dans, tregafullt klarínettusóló, púlserandi harmonikkusláttur og fjörugar fiðlur sameinist.