Fram og Haukar leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í handknattleik á morgun eftir að hafa unnið leiki sína í undanúrslitum á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 13.30 á morgun og fer fram á Ásvöllum

Reynsla Reynsluboltinn Karen Knútsdóttir skoraði mikilvægt mark fyrir Fram í lokin á sterkum sigri á Val í undanúrslitum í gærkvöldi.
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Bikarkeppnin
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Fram og Haukar leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í handknattleik á morgun eftir að hafa unnið leiki sína í undanúrslitum á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 13.30 á morgun og fer fram á Ásvöllum.
Fram reið á vaðið gegn ríkjandi bikarmeisturum Vals og hafði betur, 22:20, eftir æsispennandi leik. Fram byrjaði mun betur og komst í 5:1 þar sem Valsliðið var í miklu basli í sóknarleiknum á meðan Darija Zecevic varði vel í marki Fram. Þá kom góður kafli hjá Val, sem minnkaði muninn í 5:4 og jafnaði síðan í 9:9 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Valur komst yfir í kjölfarið og var með eins marks forystu í hálfleik, 11:10.
Fram byrjaði
...