Á undanförnum árum hefur verið hávær umræða um að auka þurfi fjárfestingu í innviðum hér á landi. Skýrslur Félags ráðgjafarverkfræðinga og Samtaka iðnaðarins varpa ljósi á að víða hefur hvorki uppbyggingu né viðhaldi verið sinnt sem skyldi

Innviðauppbygging Í pistli sínum bendir Konráð á að hvergi í heiminum sé jafn stórt vegakerfi í samhengi við íbúafjölda og hér á landi.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Á undanförnum árum hefur verið hávær umræða um að auka þurfi fjárfestingu í innviðum hér á landi.
Skýrslur Félags ráðgjafarverkfræðinga og Samtaka iðnaðarins varpa ljósi á að víða hefur hvorki uppbyggingu né viðhaldi verið sinnt sem skyldi. Í þeirri nýjustu slagar innviðaskuldin upp í 700 milljarða króna. Konráð Guðjónsson hagfræðingur ritaði pistil á vefsíðu sína á dögunum.
Í pistlinum veltir Konráð því upp hvort það gleymist í umræðunni um uppbyggingu innviða hversu fá við Íslendingar erum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að setja þurfi fram raunhæfar væntingar.
Spurður hvaða væntingar hann telji raunhæfar segir Konráð að það fari sjálfsagt eftir hver sé spurður. Við mat á hvað
...