Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir það munu útheimta töluverðan undirbúning að hefja beint flug frá Asíu til Íslands. Það sé enda meira mál fyrir flugfélögin en að hefja flug á styttri leiðum.
Fulltrúar Isavia munu í næsta mánuði fara til viðræðna við fulltrúa átta flugfélaga í Kína, Suður-Kóreu, Japan, og Indlandi. Með því fylgja þeir eftir ferð sinni til sömu ríkja síðasta haust. Viðtökurnar þóttu lofa góðu og þótti því fullt tilefni til frekari viðræðna.
Stuðningur frá sendiráðinu
„Tilgangurinn er að kanna möguleika á beinu flugi til Íslands. Við upplifum mestan áhuga og stuðning frá stjórnvöldum og yfirmálum ferðamála í Kína, sem virðast mjög spennt fyrir því að fá beint flug milli Kína og Íslands, en jafnframt er mikill og góður stuðningur
...