
Halla Gunnarsdóttir
Þegar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1891 stóð launafólk jafnt sem atvinnurekendur að stofnuninni og hafði það að markmiði að efla samstöðu innan verslunarstéttarinnar. Líkt og fjallað er um í sögu VR, sem skráð var í afmælisriti félagsins árið 1991, einkenndist starfsemin fyrstu áratugina af málfundum og þá sérstaklega um málefni sem vörðuðu íslenska verslun. Á þessum tíma var að komast mynd á mörg stéttarfélög sem enn starfa í dag en það var ekki algengt að atvinnurekendur og launafólk sætu saman í félagi, þótt þess fyndust dæmi. Enda þótti þetta ekki sjálfsagt og árið 1950 samþykkti félagsfundur VR tillögu þar sem því var beint til stjórnar að undirbúa skiptingu félagsins svo það yrði eingöngu skipað launafólki.
Tók fimm ár að breyta félaginu
Þetta tók sinn tíma. Meðal annars þurfti
...