Fram og Haukar tryggðu sér í gærkvöld sæti í bikar­úrslitaleik kvenna í handknattleik á Ásvöllum í Hafnar­firði á morgun. Fram lagði ríkjandi bikarmeistara Vals 22:20 og Haukar unnu öruggan sigur á Gróttu, 31:21. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum.

Á þriðjudagskvöld höfðu Stjarnan og Fram tryggt sér sæti í bikarúrslitaleik karla, sem einnig fer fram á morgun. Stjarnan lagði ÍBV 34:29 og Fram vann Aftureldingu 36:33 eftir framlengingu. » 34