
Kristján Bjarnar Þórarinsson, sjómaður og bílstjóri, fæddist á Ísafirði 19. nóvember 1944. Hann varð bráðkvaddur í Lágafellslaug í Mosfellsbæ 4. febrúar 2025.
Foreldrar Kristjáns voru Guðjóna Jakobsdóttir, f. 25. júní 1925, og Þórarinn Bjarnfinnur Ólafsson, f. 12. júlí 1920. Hann átti 12 alsystkini og fjögur hálfsystkini.
Kristján var tvígiftur og átti þrjú börn og fimm barnabörn. Fyrri eiginkona hans var Hólmfríður Kristín Jóhannsdóttir og með henni átti hann Sigurjón, f. 20. desember 1969, og Kristínu Björk, f. 21. desember 1977. Sigurjón er giftur Bryndísi Guðmundsdóttur og saman eiga þau þrjú börn: Kristján Davíð, Brynjar Vigni og Aðalbjörgu Kristínu. Seinni eiginkona Kristjáns var Mínerva Margrét Haraldsdóttir og með henni átti hann Kolbein Helga, f. 7. nóvember 1992. Kolbeinn er giftur Ástu Oddsdóttur og saman eiga þau tvö börn, Birni og
...