
Sigurður V. Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 12. október 1944. Hann lést á Landspítalanum 4. febrúar 2025.
Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurðsson kaupmaður, f. 18. nóvember 1916, d. 20. febrúar 1998, og Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona, f. 19. ágúst 1921, d. 22. nóvember 2001. Þau skildu. Alsystkini Sigurðar eru Ólafur Þórir læknir í Svíþjóð, f. 25. febrúar 1941, og Guðfinna Svava kennari, f. 23. september 1942. Hálfsystkini Sigurðar, sammæðra, eru Sigurborg Ragnarsdóttir kennari í Svíþjóð, f. 30. ágúst 1948, og Emil Jón Ragnarsson læknir, f. 10. júlí 1960. Sigurður ólst upp hjá móðurömmu sinni Guðnýju Þorgerði Þorgilsdóttur, alltaf nefnd Þorgerður, f. á Svínafelli í Öræfum 30. apríl 1900, d. 31. ágúst 1994. Ólst hann upp hjá henni fyrst á Laugamýrarblettinum og síðar Rauðalæk 19 í Reykjavík.
Sigurður var kvæntur Kristjönu
...