Sannkölluð bikarveisla í handknattleik er fram undan á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag þegar bikarúrslitaleikir bæði kvenna og karla fara fram. Fram og Haukar etja kappi í úrslitum kvenna klukkan 13.30 og Stjarnan mætir svo Fram í úrslitum karla klukkan 16

Úrslit Steinunn Björnsdóttir, línumaður Fram og íslenska landsliðsins, fagnar sigrinum á Val í undanúrslitum.
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Bikarúrslit
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Sannkölluð bikarveisla í handknattleik er fram undan á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag þegar bikarúrslitaleikir bæði kvenna og karla fara fram. Fram og Haukar etja kappi í úrslitum kvenna klukkan 13.30 og Stjarnan mætir svo Fram í úrslitum karla klukkan 16.
Á fimmtudagskvöld sló kvennalið Fram ríkjandi bikarmeistara Vals úr keppni með afar sterkum 22:20-sigri og síðar um kvöldið unnu Haukar öruggan 31:21-sigur á Gróttu, botnliði úrvalsdeildarinnar. Leikirnir fóru fram á Ásvöllum.
Fram og Haukar hafa átt afar keimlíku gengi að fagna í úrvalsdeildinni í tímabilinu og eru raunar hnífjöfn að stigum, bæði með 26 stig. Fram er í öðru sæti og Haukar í því þriðja þar sem Framarar standa
...